laugardagur, 1. nóvember 2008

tannlækna ferð frá helvíti


Heil og sæl

Var farin að undra mig á því afhverju frammtönnin hans Gauta sem hann braut 3,5 ára ekki væri komin niður og hringdi í tansann hans og fékk tíma og mættum á svæðið í gær morgun

Ef ég hefði vitað hvað væri gangi þá hefði ég nú tekið með mér einhvers konar áfallahjálp!!

Þannig er mál með vexti að Gauti er með svokallaða mjög sjaldgæfa tvíburatönn, sem á víst að vera arfgengt enn ég hef allavegaldrei heyrt um. Þannig að önnur tönnin blokkerar aðaltönnina í að komast framm

Jæja nóg um útskýringu á fyrirbærinu....

Tannsi ætlaði sem sagt að fjarlægja aðra tönnina til að hin kæmist niður

OMG þetta er með þeirri verstu lífsreynslu sem ég hef upplifað: Aðaltólin sem notuð voru við þennan atburð voru HNÍfur og SKÆri!! Ég sver það þetta var eins og að vera í hrylingsmynd.

Ég var náttúrulega alveg ofaní þessu því Gauti grét svo mikið, greyið ég fann svo til með honum og var mjög tætt på að sjálf að fara að skæla. Þegar svo vel er liðið á atburðin fer ég að sjá svart og kaldur sviti sprettur framm, ég rétt næ að koma mér framm fyrir hurðina og hnýg þá í gólfið og ligg svo þar killiflöt.

Þetta var alveg svaðalegt, og Tannsa kelling náði einhverju brota broti af tönninni.

Það verður því spennandi að sjá þetta tvíburatanna fyrirbæri þegar það kemur niður GATIÐ sem er uppí barninu mínu þessa stundina. Enn Gauti er bara mjög ferskur núna og ég er búin að lofa að það verði ekkert gert meira í þessum málum í bili. Verður svo endurskoðað eftir að hann verður 10 ára. Takk fyrir og hana nú!!

miðvikudagur, 29. október 2008

Facebook


Jæja við erum hætt saman. Ég varð að segja honum upp, hann var orðin of needy! Ég mátti aldrei gera neitt með neinum öðrum þá varð hann abbó. Þetta var erfitt break-up enn hér með verður hann bara notaður til minna ýtrustu þarfa , já maður getur sagt svona on/off samband. Bless ástin mín, á eftir að sakna þín
knús og kossar
þín að eilífu -L-

miðvikudagur, 15. október 2008

Fésið

Síðast þegar ég talaði um Facebook hér á blogginu þá var ég með þær yfirlysingar að ég hefði nú bara stofnað þetta útaf hópþrystingi og að ég skildi þetta concept ekki:
Jæja í dag eru sko aðrir tímar í þeim málum. Milli mín og tölvunar er oxin aldeilis feitur naflastrengur sem vonlaust er að klippa sundur og er virkilega að trufla mig í lærdómi. Ég get einfaldlega ekki hætt, er að spila allskyns keppnisleiki við vini og kunningja og þið sem þekkið mig þá hefur keppnisskap sko aldrei vantað, ég vill 1 sæti og hana nú!!
Þannig það eru annsi mörg kvöld og nætur sem hafa farið í þetta.
Ég held ég þurfi að fara leita mér hjálpar, er að reyna að sannfæra sjálfan mig "bara 1klst í viðbót" enn það virkar ekki heldur, veit ekki hvernig þetta endar

Jæja jólin hinum megin við hornið, við erum komin í startholurnar til að fara niðrí kompu og sækja allt jóladraslið. Uppáhaldstími ársins og í ár ætlum við að eyða jólum í DK, það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer. Enn jólaskrautið fer upp 1 nóv get ekki beðið.
Jólaplanið okkar er að höggva okkar eigið jólatré, púsla eitthvað risa púsl, ég að elda jólamat (verð nú með eitthvað backup með það, alltaf hægt að hríngja á pizzu þar sem múslimarnir halda ekki jól), gera brennu og láta jólalögin óma um allt hús.
Ég held þetta geti ekki klikkað.
Gott í bili síjú

fimmtudagur, 9. október 2008

Back from the dead

Heil og sæl
Sökum leti, ritstíflu og facebook hefur ekkert verið sagt hér undanfarna mánuði enn ég ætla nú að ath hvort ég geti ekki bætt úr því.
Enn svona til að taka upp þráðinn aftur þá tók nú þessi hverfissúpa mig heldur betur í rassgatið, svo harkalega að það blæðir enn.
Jájá í staðinn fyrir að taka kíló frá þá bætti kvikindið á mig 5 í viðbót.
Þannig að henni var skolað niður klósettið og hef ég ekki séð hana síðan Guði sé lof

Blondínan hefur silgt sinn sæ og dökkhærður stutthærður rokkari hefur litið dagsins ljós. Sem hefur nú bara vanist ágætlega, galdurinn er bara vax,vax og meira vax og ekkert að greiða mér. Mjög hentugt svona á morgnana þegar maður er að flýta sér.

Nú fer að styttast í hið árlega grímuball skjoldhoj og ég er alveg blanc veit ekkert hvað ég á að vera tillögur eru vel þegnar enn það má ekki kosta mikið.
Var jafnvel að spá hvort maður ætti að hafa þema þetta árið KREPPA kemur fyrst upp í huga minn enn það á eftir að koma í ljós
Læt þetta duga í bili addijós

mánudagur, 19. maí 2008

Auli!!

Jæja þessi 7 daga súpukúr er algjört Helvíti á jörð. Það er dagur4 í dag sem þýðir að ég á að lifa á 3 bönönum , 2 glösum af undarennu og auðvitað gamla góða súpan.
Hvernig á ég átvaglið að lifa á þessu, ég var búin með 2 banana og eitt glas af mjólk fyrir hádegi og klukkan 5 var komið nóg þar sem ég gat ekki lengur hugsað fyrir látum í maganum og hungri.
Beisekly þá varð ég að svindla, fékk mér hrökbrauð.
Vona það gangi betur á morgun þá má ég fá kjúlla,
og bætheway er búin að missa 1,5 á 3 dögum

Guð hvað þetta er leiðinleg blogg færsla alveg sú allra lélegasta án efa , húmorinn er bara svolítið langt í burtu þessa dagana sökum svengdar,
þannig ég segji bara peace out homies og lofa að blogga ekki fyrr enn kúrinn er yfirstaðinn

föstudagur, 16. maí 2008

Hverfi súpa.is

Ég er búin að segja fitunni stríð á hendur og hana nú.
Þetta byrjaði að vera alvarlegt þegar ég ætlaði að máta kjólinn sem ég keypti fyrir brúðkaupið og gat ekki rennt kvikindinu upp, Hvað er Það!!!

Svo nú hef ég tæpan mánuð til að losna við alveg slatta af spiki.
67kg er vigtin í dag, þetta er hræðilegt og kg hlaðast upp á hverjum degi.
Markmiðið er að ná 5kg í mínus fyrir 14 júní, úff það á eftir að vera erfitt enn mögulegt.

Leynivopnið mitt er súpa sem ég kalla hverfi súpuna, þar sem kílóin eiga að hverfa.
Í dag er dagur 1 sem þyðir bara supan og ávextir í allan dag OMG þetta verða erfiðir 7 dagar enn ég er bara orðin það desperat að ég ætla að próf þetta. Ég hlýt að meika það í 7 daga.

Það væri nú líka ágætt ef ég gæti farið í leikfimi með súpunni en það verður ekki á næstu dögum þar sem ég brákaði litlu tá um helgina, þegar krakkarnir mönuðu okkur soffiu að henda Ragga RAss í laugina okkar og hann ekki vildi, með þeim afleiðingum að hann sparkaði í litla kvikindið.

OH já við fengum sko algjört spánar veður um helgina og nýttum það sko alveg í ræmur.
Ég meira að segja fékk smá lit og soffia varð náttúrulega svört.

komin hadegismatur namm supa og melona hlakka til hehe
goða helgi knus og kossar

föstudagur, 2. maí 2008

úndsja úndja

Ég hef i gegnum tíðina drullað ansi mikið yfir fólk sem er með blogg, facebook og svoleiðis crap og verið með ódauðlegar settningar um úndsja úndja tónlist, þar á meðal að mér finnist ég vera að hlusta á sama lagið allt kvöldið.

enn viti menn haldið þið ekki bara að ég sé komin með þennan hrylling í eyrun í mp3 spilaranum mínum og er bara að fíla það , hver veit kannski fer ég bráðum að tala eins og innfæddur úndsjari
HAHA

hvað er að koma fyrir mig er ég að þroskast eða vanþroskast?
Er middlive crisis að banka hjá mér eitthvað fyrir tíman ,ja maður spyr sig??

Any hú þá svínvirkar þetta í ræktinni , ég fæ eitthvað extra búst sem ég virkilega þarf á aðhalda þessa dagana þar sem nýtt þyngdarmet var sett eftir London ferð :)
Og ef ég ætla ekki að vera kappklædd í strandarferðinni okkar soffíu A.K.A Húsmæðraorlof í sumar þá held ég bara ótrauð áfram að downloada þessum andskota
Eins og það sé engin morgundagur

Ég var að hugsa hvort ég mundi einhvern tíman skrá mig á dating síðu miðað við allt ofannefnt sem ég sór að ég mundi aldrei gera .
Ég get greinilega aldrei sagt aldrei miðað við fyrri gjörðir, þannig ég ætla bara að þegja
góða helgi folkens ég ætla að vera úti á túni í sólinni alla helgina nenenenenenee

mánudagur, 21. apríl 2008

jæja loksins tókst þetta :)

laugardagur, 19. apríl 2008

Fór í ræktina í morgun og hitti á leiðinni mann sem lá á götunni fyrir framan búðina okkar (brugsen) undir sæng og virtist hafa það gott í sólinni.
Hann bauð mér góða kvöldið, enn ég upplýsti hann um það að klukkan væri 10 um morgun. Hann kippti sér nú lítið upp við það og sagðist ætla að leggja sig nú aðeins , þar sem hann væri búin að vera fullur síðan ég hitti hann síðast. ekki man ég hvenær ég hitti hann síðast enn ég tek hann á orðinu, þar sem ég var í engu stuði til að rökræða þetta eitthvað frekar.
Fyrir ykkur Skjoldhojunga þá var þetta þjóðverjin hann mauritz öðrunafni krakkhaus.

Mætti svo í ræktina og var við að drepast úr hlátri, inn kemur hin ágætis kona. Nema hvað haldiði ekki að hún skelli sér ekki á hlaupabrettið með slæðuna.
Ég er allavega að kafna úr hita í mínum gym búningi enn með slæðu á hausnum mundi ég falla í yfirlið.
ég er allavega ekki að fatta þetta kúltúr
Razisme veit ekki !! enn myndin sem átti að fylgja þessum pósti vildi ekki með , annsi fyndin brandari set hann með næst
kiss lilja

fimmtudagur, 17. apríl 2008

Facebook

Ég komst að því um daginn að maður væri réttdræpur ef maður hefði ekki facebook profil. ég er nátturulega manneskja sem finnst alveg svaðalega gaman af lífinu þannig ég skellti mér á eitt stykki prófill, þrátt fyrir að hafa talað illa um þetta fyrirbæri í all langan tíma.
Ég hugsaði sem svo, bloggið var nú ekki svo slæmt þó ég hafði alveg dissað það í drasl á sínum tíma.
Enn ég held að facebook sé ekki minn bolli af tei. Ég á alveg nóg með að halda sambandi við þá vini sem ég á núna að ég þarf ekki að fara að bæta við gengi frá fornöld. annars er ég ekkert að fatta conceptið við þetta. Þarf kannski að gefa þessu tíma.
Áhugi minn er allavega það lítill að ég stofnaði kvikindið og hef svo ekkert kíkt fyrr enn núna í kvöld afþví mig vantaði afsökun til að taka pásu frá lærdómi.
Ekki góðs viti allavega, enn það biðu mín slatti af requestum um vinskap sem ég að sjálfsögðu bauð velkominn það var hið besta mál.

Enn plan helgarinnar er þéttsetið að þessu sinni: Barnaafmæli á morgun, Línuskautaferð til Brabrand sö með nesti og Læri með öllu tilheyrandi á laugard kvöldið, Barnaafmæli á sunnudag inní þetta fléttast svo lærdómur og æfingar.
já og spáinn segir 16 stiga hiti og sól
samúðarkveðjur til íslandsbúa.
Jæja pásan er orðin aðeins of löng áfram með smjörið
Góða helgi kiss kiss

föstudagur, 4. apríl 2008

Home sweet home


komin til baka eftir æðislega london ferð , 10daga stuð ferð

Helstu atriði:


Yndislegt: Hannes, íbuðinn hans Hannesar, Hafsteinn, you tube hláturköst, Fedde le grand,bókin min, bjór, páskaegg, beyglur, cream cheese, dinerinn, 50´s skemmtistaðurinn, G.A.Y., Heaven, Allir hamborgararnir, kjólinn minn


Pínu pirraandi: DÝRT, íslenska gengið, íslenskt visakort,vatnið

(það er ekki til volgt vatn, annaðhvort er það heitt eða kalt), Tiburmenn, langar göngur, Reykingarbann, belgiskur veitingarstaður, Stansted


Skólalegt: The Gurken, London bridge, British museum, Royal airforce museum, design museum, Tower bridge, millenium bridge, Trafalger squere


jamm þetta var það helsta sem brá fyrir í þessari mögnuðu ferð enn guð minn góður hvað það var gott að koma heim líka. saknaði nátturulega Gauta mest af öllu sem brast í grát af gleði þegar ég sótti hann beint af vellinum. Hann var líka tæpur á að tárast þegar hann sá að ég keypti 2 playstation leiki.

Enn næst mest saknaði ég baðherbergisins míns sem ég get alltaf stólað á vatnshitastig í, og að ég nái að skola sápuna úr hárinu á mér áður enn vatnið er búið.


Anyhú þá þarf ég að fara að læra núna ef ég ætla að komast á hin alræmda pigefrukost á kollegiebarnum annaðkvöld. Hef heyrt sögurnar af þessu fyrirbæri enn aldrei komist. 15 íslenskar stelpur á meðal gesta.

Nokkuð viss um að það verði svaðaleg stemning þegar stripparinn þorir að sýna sig.

Sem by the way þá hef ég aldrei séð karlkyns strippara hlakka mikið til að sjá kvikindið

Kiss kiss :)

föstudagur, 21. mars 2008

Gleðilega páska



Þá er ég off til London baby jeeh. Gleðilega Páska

laugardagur, 15. mars 2008

London baby!


Jæja loksins er komið páskafrí þurfti virkilega á því að halda enn það verður nú ekki eins mikil leti og ég vildi því ég er enn að basla við þetta hundleiðinlega tölvuprógram og ætla að vera mellufær á það eftir páskafríið KROSSA FINGUR!!


Svo fyrir þá sem ekki vita þá er ég að fara í 9 daga skólaferð til London vei vei það verður svaka stuð Arkitektúr, bjór, hönnun, bjór, söfn, bjór eða eitthvað í þá áttina milli þess sem við Hannes kelum hehe. Ég er alveg að prumpa í mig úr spenningi yfir þessu enn brottför er 21 mars.

Maður fer nú heldur ekki til london án þess að versla enn markmiðið er að finna kjól fyrir brúðkaupið hjá Inger og kalli það verður væntanlega einhver hausverkur því "að versla" genið hef ég ekki í mér það hafa einhverjir aðrir fengið minn skammt afþví án þess að nefna nein nöfn Inger mín :)

Fyrir ykkur sem hafið ekki séð mig lengi þá er ég enn ljóshærð enn er að vinna að því að gera þetta aðeins náttúrulegra þannig að ég er núna með dekkri rót hversu lengi ég mun vera veit ég ekki hef ákveðið að taka AA tæknina á þetta og Taka bara einn dag í einu


Eins og um daginn þá var ég inná baði að bursta tennur og fékk þá þessa líka svaðalegu hugmynd og áður enn ég vissi af þá var ég búin að klippa það mesta af brunna hárinu þannig að núna er ég með stuttan topp og mjög svo abstrakt styttur hér og þar

Skólafélögum mínum finnst ég svolítið klikkuð enn þetta er nú bara hár, það mætti halda að ég væri að aflima mig af sumum svipum sem ég hef fengið, klikkað lið í þessum skóla


Anyhú þá ætla ég að fara að hafa mig til fyrir úndsja úndsja kvöldið, Ég heyri í strákunum allaleið hingað frá barnum. Þeir eru greinilega að skemmta sér konunglega við að hita upp staðinn fyrir kvöldið . I´m off síja

laugardagur, 8. mars 2008

Aumingjaskapur.is

Usb skrefateljara armband

Hvað er að koma yfir mig hef ekki bloggað í háa herrans tíð það mætti halda að ég gerði ekkert skemmtilegt þessa dagana ENN nei það er langt frá því að vera satt


Skólinn er bara gjörsamlega að myrða mig, er að læra á nýtt tölvuprógram sem stríðir mér svo mikið að ég er að missa vitið

Það er gott að ég á svakalega kláran tölvunörd fyrir mág TAKK Tommi!! myndin hér að ofan er viðreksturinn af verkefninu með hjálp frá Tomma


Við héldum hér um daginn þorrablót skjolhøjunga, út að borða og svo kareoke svaka stuð flestir fóru upp að syngja enn sem betur fer voru flestir farnir þegar ég og Gunni tróðum upp því við vorum PÚUÐ niður af sviðinu

Það var skemmtilegt :)

Ég vill hér með tilkynna ykkur heimabúandi íslendingum það að ég loksins fatta næturvaktina, fannst þetta bölvað kjaftæði þetta litla sem ég hafði séð á you tupe enn góð vinkona gaf mér svo alla seríuna áður enn ég fór af klakanum og nú ligg ég í kasti

Eigum við að ræða það eitthvað!! Takk Inger


Svo hef ég unnið hörðum höndum að nýrri orðabók sem mun líta dagsins ljós hér á blogginu innan skamms, ég er enn í undirbúnings og rannsóknarvinnu í þeim málum

Enn hún mun bera nafnið Íslensk-úndsjönsk orðabók

Rannsóknarvinnunni ætti að ljúka eitthvað eftir 15 mars þegar hið alræmda úndsja úndsja kvöld er yfirstaðið á lokal barnum. Vonast til að strákarnir gefi mér einhverja nýja frasa sem ég get svo notað í bókina mína

Þangað til næst síjú

fimmtudagur, 31. janúar 2008

S*** !!!!

já maður þarf stundum að hafa breytt bak til að geta stundað líkamsrækt hér á lokal líkamsræktarstöðinni. Við Soffía erum núna búnar að vera svaðalega duglegar í ræktinni höfum mætt gallvaskar nánast alla morgna núna í 1 mánuð enn þetta er ekki búið að vera auðvelt. Fyrir það fyrsta þá erum við yfirleitt einu hvítu manneskjurnar á svæðinu og eini kvennpeningurinn hitt liðið eru einhverjir gangsterar með bling blingið sitt, í gallabuxum og svitalyktin af þessu liði er virkilega ógeðsleg að ég stundum hreinlega kúgast. Enn ég hef nú reyndar heyrt að þeim finnst hvíta fólks svitalykt jafn ógeðsleg þannig að ég gef þeim smá séns

Enn það virðist samt ekki stoppa þá í að stara á mann og blikka NEI ég held þeim væri sama um hvort ég væri búin að skíta uppá bak það mundi ekki stoppa þá ég sver það

Maður ætti kannski að gera tilraun með það ég veit ekki þetta er allavega alveg hryllilega óþæginlegt.

Annað sem ég varð vitni að í gær og ég ætla nú ekki að kenna neinum kynþætti um það enn ég ætlaði að fara á eitt af 2 klósettum á stöðinni. Var komin inn á kamarinn og var að fara að loka hurðinni þá mér til mikillar magaveltu sé ég að það eru slettur af MANNA útum allt klósettið og líka á setunni sjálfri ég tók snöggt fyrir munn og nef og reif upp hurðina til að komast til baka til "siðmenningarinnar" og fór á næsta klósett og viti menn það var sama sagan þar. Er þetta ekki brot á þyngdarlögmálinu að maður geti SKITIÐ Á SETUNA. Ég allavega dró hana Soffíu mína af apparatinu sem hún var að djöflast á því ég þurfti vitni að þessum skepnuskap og svipur hennar var nóg til að ég sannfærðist um að þetta er ekki eðlilegt

Ég veit ekki er þetta eðlilegt???

Jæja tók mér smá pásu frá ritgerðar skrifum til að deila þessu með ykkur
Verði ykkur að góðu!!