fimmtudagur, 17. apríl 2008

Facebook

Ég komst að því um daginn að maður væri réttdræpur ef maður hefði ekki facebook profil. ég er nátturulega manneskja sem finnst alveg svaðalega gaman af lífinu þannig ég skellti mér á eitt stykki prófill, þrátt fyrir að hafa talað illa um þetta fyrirbæri í all langan tíma.
Ég hugsaði sem svo, bloggið var nú ekki svo slæmt þó ég hafði alveg dissað það í drasl á sínum tíma.
Enn ég held að facebook sé ekki minn bolli af tei. Ég á alveg nóg með að halda sambandi við þá vini sem ég á núna að ég þarf ekki að fara að bæta við gengi frá fornöld. annars er ég ekkert að fatta conceptið við þetta. Þarf kannski að gefa þessu tíma.
Áhugi minn er allavega það lítill að ég stofnaði kvikindið og hef svo ekkert kíkt fyrr enn núna í kvöld afþví mig vantaði afsökun til að taka pásu frá lærdómi.
Ekki góðs viti allavega, enn það biðu mín slatti af requestum um vinskap sem ég að sjálfsögðu bauð velkominn það var hið besta mál.

Enn plan helgarinnar er þéttsetið að þessu sinni: Barnaafmæli á morgun, Línuskautaferð til Brabrand sö með nesti og Læri með öllu tilheyrandi á laugard kvöldið, Barnaafmæli á sunnudag inní þetta fléttast svo lærdómur og æfingar.
já og spáinn segir 16 stiga hiti og sól
samúðarkveðjur til íslandsbúa.
Jæja pásan er orðin aðeins of löng áfram með smjörið
Góða helgi kiss kiss

3 ummæli:

inger kidman sagði...

sammála með þetta facebook thing,lélegt,myspace síðurnar miklu betri,bloggið þitt samt best,,,,,er fárveik hérna heima,,miss you sendu mér sms ef þú vilt að ég hringi í þi´g til að gefa þér smá pásu frálærdómnum,,,miss you inger

Nafnlaus sagði...

Já þetta facebook er eiginlega svona afsökun til að taka sér pásu frá lærdómi. það er líka gaman að gera allskyns próf þarna eins og t.d. hver er þinn celebirty boyfriend og sona hehehehe gaman að þessu.
Góða skemmtun um helgina, alltaf brjálað að gera hjá þér. Ég er ekki að fara að gera neitt um helgina...væri alveg til í að vera með ykkur "sniff sniff" miss you!

LILJA: sagði...

sakna ykkar líka :( ég ætla út með skóladraslið i dag, í sandölum og ermalausum bol, það er geggjað veður. vona að sumarið fari nú að láta sjá sig hjá ykkur líka :)