mánudagur, 21. apríl 2008

jæja loksins tókst þetta :)

laugardagur, 19. apríl 2008

Fór í ræktina í morgun og hitti á leiðinni mann sem lá á götunni fyrir framan búðina okkar (brugsen) undir sæng og virtist hafa það gott í sólinni.
Hann bauð mér góða kvöldið, enn ég upplýsti hann um það að klukkan væri 10 um morgun. Hann kippti sér nú lítið upp við það og sagðist ætla að leggja sig nú aðeins , þar sem hann væri búin að vera fullur síðan ég hitti hann síðast. ekki man ég hvenær ég hitti hann síðast enn ég tek hann á orðinu, þar sem ég var í engu stuði til að rökræða þetta eitthvað frekar.
Fyrir ykkur Skjoldhojunga þá var þetta þjóðverjin hann mauritz öðrunafni krakkhaus.

Mætti svo í ræktina og var við að drepast úr hlátri, inn kemur hin ágætis kona. Nema hvað haldiði ekki að hún skelli sér ekki á hlaupabrettið með slæðuna.
Ég er allavega að kafna úr hita í mínum gym búningi enn með slæðu á hausnum mundi ég falla í yfirlið.
ég er allavega ekki að fatta þetta kúltúr
Razisme veit ekki !! enn myndin sem átti að fylgja þessum pósti vildi ekki með , annsi fyndin brandari set hann með næst
kiss lilja

fimmtudagur, 17. apríl 2008

Facebook

Ég komst að því um daginn að maður væri réttdræpur ef maður hefði ekki facebook profil. ég er nátturulega manneskja sem finnst alveg svaðalega gaman af lífinu þannig ég skellti mér á eitt stykki prófill, þrátt fyrir að hafa talað illa um þetta fyrirbæri í all langan tíma.
Ég hugsaði sem svo, bloggið var nú ekki svo slæmt þó ég hafði alveg dissað það í drasl á sínum tíma.
Enn ég held að facebook sé ekki minn bolli af tei. Ég á alveg nóg með að halda sambandi við þá vini sem ég á núna að ég þarf ekki að fara að bæta við gengi frá fornöld. annars er ég ekkert að fatta conceptið við þetta. Þarf kannski að gefa þessu tíma.
Áhugi minn er allavega það lítill að ég stofnaði kvikindið og hef svo ekkert kíkt fyrr enn núna í kvöld afþví mig vantaði afsökun til að taka pásu frá lærdómi.
Ekki góðs viti allavega, enn það biðu mín slatti af requestum um vinskap sem ég að sjálfsögðu bauð velkominn það var hið besta mál.

Enn plan helgarinnar er þéttsetið að þessu sinni: Barnaafmæli á morgun, Línuskautaferð til Brabrand sö með nesti og Læri með öllu tilheyrandi á laugard kvöldið, Barnaafmæli á sunnudag inní þetta fléttast svo lærdómur og æfingar.
já og spáinn segir 16 stiga hiti og sól
samúðarkveðjur til íslandsbúa.
Jæja pásan er orðin aðeins of löng áfram með smjörið
Góða helgi kiss kiss

föstudagur, 4. apríl 2008

Home sweet home


komin til baka eftir æðislega london ferð , 10daga stuð ferð

Helstu atriði:


Yndislegt: Hannes, íbuðinn hans Hannesar, Hafsteinn, you tube hláturköst, Fedde le grand,bókin min, bjór, páskaegg, beyglur, cream cheese, dinerinn, 50´s skemmtistaðurinn, G.A.Y., Heaven, Allir hamborgararnir, kjólinn minn


Pínu pirraandi: DÝRT, íslenska gengið, íslenskt visakort,vatnið

(það er ekki til volgt vatn, annaðhvort er það heitt eða kalt), Tiburmenn, langar göngur, Reykingarbann, belgiskur veitingarstaður, Stansted


Skólalegt: The Gurken, London bridge, British museum, Royal airforce museum, design museum, Tower bridge, millenium bridge, Trafalger squere


jamm þetta var það helsta sem brá fyrir í þessari mögnuðu ferð enn guð minn góður hvað það var gott að koma heim líka. saknaði nátturulega Gauta mest af öllu sem brast í grát af gleði þegar ég sótti hann beint af vellinum. Hann var líka tæpur á að tárast þegar hann sá að ég keypti 2 playstation leiki.

Enn næst mest saknaði ég baðherbergisins míns sem ég get alltaf stólað á vatnshitastig í, og að ég nái að skola sápuna úr hárinu á mér áður enn vatnið er búið.


Anyhú þá þarf ég að fara að læra núna ef ég ætla að komast á hin alræmda pigefrukost á kollegiebarnum annaðkvöld. Hef heyrt sögurnar af þessu fyrirbæri enn aldrei komist. 15 íslenskar stelpur á meðal gesta.

Nokkuð viss um að það verði svaðaleg stemning þegar stripparinn þorir að sýna sig.

Sem by the way þá hef ég aldrei séð karlkyns strippara hlakka mikið til að sjá kvikindið

Kiss kiss :)