sunnudagur, 9. desember 2007

Julefrukost

Hin árlegi alræmdi julefrukost í skólanum mínum er næsta föstudag. Ég hef nú aldrei gerst svo fræg að láta sjá mig hef verið alltof upptekin af að læra enn ætla að skella mér þetta árið.


Þema kvöldsins er Barbie og action man


ÖÖÖÖÖÖÖh þetta gæti ekki verið auðveldara fyrir mig ljóskuna sjálfa

Búningur kvöldsins verður sami kjóllinn og á grímuballinu og svo keypti ég einhvern helling af slör efni


Ég ætla semsagt að vera brúðar Barbie með slör gerfiaugnhár og bleikt make-up, fyrir þá sem ekki vita þá eru Ken og Barbie skilinn fyrir ca 3 árum síðan "for real" það er komin tími ´til að hún gifti sig aftur. Hver sá heppni verður á eftir að koma í ljós heheh

Hlakka ekkert smá til þetta verður eitthvað fyndið :)


Enn annars þá verður þetta síðasta blogg færsla ársins, er farin í jólablogg frí sökum annríkis


GLEÐILEG JÓL ÖLLSÖMUL OG GOTT NÝTT ÁR !!! LOV JA

þriðjudagur, 4. desember 2007

Hvar er Húfi minn hvar er ........

Jæja það var komin tími til að tjá sig um áhrif ljóskunnar á líf mitt

Enn það hefur nú bara beiseklí ekkert breyst sem er nú reyndar alveg í besta lagi, líf mitt var það spennandi fyrir þannig þessi rannsókn er hér með sagt lokið nema eitthvað krassandi komi framm seinna með þessum . (punkti)

Húfi hefur siglt sinn sjó þessi elska ( inní skáp) get nú ekki sagt að ég sakni hans og ég geng nú um götur bæjarins án höfuðfats.

Enn yfir í allt annað , fyrir ykkur sem ekki vita að þá eru danir alveg svaðalega sparsamir og stundum alveg á mörkum þess að vera nískir. Dæmi um sparsemi er að slökkva á vatninu meðan maður bustar tennur og þegar maður setur shampoo í hárið. Ég hef ekki verið mikill aðdáðandi að þessu og bursta tennur á algjörlega íslenskan hátt sem danirnir myndu missa sig yfir.
Enn mér fannst þeir alveg fara yfir strikið í grein sem ég las í blaðinu um daginn , þar segir:

"Það er hagstæðara að fara í bað ef sturtan er lengur enn 15 min,
og svo komu einhverjir útreikningar á því hversu mikið vatn á sekundu rennur úr venjulegum heimiliskrana"
GARG !!! er þetta ekki oflangt gengið
maður spyr sig
kveðja hálftíma sturtu stúlkan