föstudagur, 30. nóvember 2007

Nýtt met

Jæja nýtt met í skólaviðveru var sett í dag, já kæru vinir ég gerði mér lítið fyrir og sló 1 árs gamalt met sem hljóðaði uppá 16 tíma og bætti það um 3 tíma


já þetta er skemmtilegt eða þannig, sat uppá teiknisal frá 8.30 um morguninn til hálf fjögur í nótt var svo komin aftur uppí skóla 9 í morgunn þetta er ljúfa líf þessa dagana híhí


Enn ég fékk reyndar bestu krítík hingað til líka, þannig alveg þess virði :) Þeir sögðu að þeir hefðu ekkert útá það að setja og það væri vel gert


öööö ég vissi ekki hvort eg ætti að hlæja,gráta,garga eða prumpa , þessi tilfinning er örugglega svipuð því að vinna óskarinn hehe


Enn í frammhaldi af þessu þá er ég nú ekki þekkt fyrir að hlaupa frá góðum mat og hvað þá makka D enn það gerðist í gærkvöldi í matarhléinu mínu. Var ein að troða í mig þegar ég tek smá pásu til að draga andann á milli bita og er litið í kringum mig.

Þá situr kona ekki svo langt frá mér og greinilega þokkalega biluð á geði og starir á mig eins og það sé enginn morgundagur , ég sneri mér í aðra átt og þá situr indverji einn á næsta borði og er með einhverja kippi og er að leika sér að því að láta stólinn vera að fara að detta á gólfið og grípa hann svo á seinustu stundu.

Þegar ég var svo hálfnuð með kræsingarnar byrjaði hann að kalla að fólki sem var í salnum eitthvað sem hvorki ég né restin af fólkinu skildi


Mér leist ekkert á blikuna og dreif mig út og skildi hálfan stóra Makk eftir


Næst verð ég sparsöm eins og Danirnir og tek með mér nesti

Varð nú að deila þessari mynd af sturtuhengi með ykkur snildar hönnun ekki satt hahahha
Góða helgi hvar sem þið eruð niðurkomin ég er farin að crash-a á sófanum

miðvikudagur, 28. nóvember 2007

mánudagur, 26. nóvember 2007

Þynkan yfirstaðin LOKSINS!!

Jæja hérna erum við afmælis-píurnar í fullri múnderingu

Helgin heppnaðist vel, þvílíkir búningar , alveg svaðalegur mettnaður í fólki
mikið drukkið og trallað langt undir morgun uhhum eða ég allavega.
Takk fyrir mig þetta var æði!!!!
laugardagskvöldið var svo "Electro house" eða únndsja únndsja kvöld eins og ég kýs að kalla það. Þar var líka svaða stuð er stolt af strákunum mínum :) hef nú bara aldrei dansað svona mikið við þessa týpu af tónlist og hvað þá bláedrú
Já þynnkan var alveg sæmileg á laugardagskvöldið höndlaði ekki alveg bjórinn 2 daga í röð
Það gerir væntanlega aldurinn hehe
Ég geri nýtt video með Grímunni 2007 við tækifæri enn hér koma nokkrar æðislegar múnderingar:







fimmtudagur, 22. nóvember 2007

Jæja já

Þá er eitur brasið loks á enda, Nr 3 setti síðustu pakkana í nú í kvöld
8 pakkar af eitri að baki.
Ætlun mín var nátturulega upphaflega að fá alveg HVÍTT hár enn það virðist ekki ætla að rætast ,
Ekki frekar enn að Íslenska fótbolta landsliðið geti unnið leik mikið ofboðslega er þetta frústrerandi
Hvað er þetta með að veltast um fæturnar á sjálfum sér og aldrei hitta á meðspilara og þegar maður virkilega verður pisst þá er best að dúndra í síðhærða gaurinn sem hafði ekkert með óréttlætið að gera
nei ok þetta eru strákarnir okkar og ég elska þá ennþá knús og kossar
Og þetta er alltof depressing reynum að tvista til að gleyma

Það lítur út fyrir að ég þurfi þá að eyða ansi miklum tíma þá á dansgólfinu um helgina

HEY ég hef það nú reyndar bara fínt með það
ÆÐI Æði hlakka til !!

Enn já liljan er blond, búningurinn pressaður, góða skapið að koma á sinn stað og eftirvæntingin alveg trufluð þetta er náttúrulega tékki á svaðalega helgi sem mun ekki verða úr gummý

Góðir hálsar næsta blogg eftir helgi A.K.A eftir þynnku með myndum og öllu því kjaftæði

10- 4

föstudagur, 16. nóvember 2007

Sól, sól skín á mig


Þvílíkur dagur!! Án efa fallegasti dagur vetrarins :) Sól enn samt ógu kalt

Byrjaði morguninn á að skafa bílinn gaman,gaman :) átti nú í mesta basli með það vegna svaðalegra harðsperra frá æfingunni í gær

Já stelpan skellti sér á æfingu er að reyna að losna við 1000 kíló fyrir grímuballið hehe

Enn já mætti gallvösk inn í æfingarsalinn vopnuð mp3 og vatnsflösku
byrjaði á upphitun á hjólinu, djöfull eru þessar 20 min lengi að líða hugsa ég:

Þá skyndilega opnast útidyrnar og og inn kemur líka þessi óhuggulega myndarlegi maður ég er að tala um PÚÚHHAA!! HOLDA KÆFT!!
Allar stelpurnar í salnum tóku andköf
Ég var heppinn með mína staðsettningu í salnum því hann þurfti að labba frammhjá mér til að komast inn ,

Ég sver það, þetta gerðist í " slow motion" þegar hann labbaði frammhjá: Ég gat séð hvern einasta vöðva á líkama mannsins, meira að segja í eyrunum.
Það hjálpaði líka að hann var í vel þröngum æfingargalla sem "by the way" mér finnst að eigi að vera skilda fyrir menn í hans kalíber


Anyhú hann er að labba frammhjá mér kósveittri, eldrauðri í framan, appelsínu/ljóshærðri á hjólinu og hvað haldið þið hann heilsar mér HVAÐ!!!
OMG!!! ég missti 2 hjartslög við þetta tilefni og þurfti virkilega að taka mig saman til að ná andanum aftur

Jæja svo er ég búin á hjólinu og fer inní salinn að lyfta og áður enn ég veit af þá stend ég í miðjum salnum og STARI á hann í einhverjum analegum stellingum að hans mati
hin fullkomna pósa að mínu mati
Hann allavega tekur eftir því að ég er að stara, það hefði nú reyndar verið erfitt að missa af því enn mér bregður svo svakalega að vera staðinn að verki að ég sný mér á punktinum í aðra átt aðeins of harkalega og fæ alveg skerandi verk í rifbeinin þannig að ég hnýg niður.

Allt verður í móðu og það næsta sem ég veit er að ég ligg á gólfinu í fanginu á HONUM og hann er að segja eitthvað við mig enn ég heyri ekkert sé bara varir hans hreyfast

BÍB!!!! Klukkan á hjólinu hringir 20 mín eru liðnar
vó þessi upphitunartími hefur aldrei verið svona fljótur að líða, Þetta var allavega skárra enn að stara á vegginn.

Ég stekk af hjólinu inn í salinn og tek alveg svaðalega æfingu þrátt fyrir brákað rifbein eftir hóstakastið fyrir nokkrum dögum síðan

Og já strákurinn var enn í salnum þegar ég fór jújú hann var skítsæmilegur

Lífið er yndislegt :)

miðvikudagur, 14. nóvember 2007

HÓ, HÓHÓ

Krakkar mínir komiði sæl.....................
Já jólasveinninn er mættur á Spobjergvej 118 okkur til mikillar gleði
Hin alsherjar jólahreingerning er yfirstaðinn , allt jólaskraut komið á sinn stað og jólalögin óma um allt hús.

Ég gat bara ekki beðið lengur!! Þetta er allra allra uppáhalds tími ársins
og hann líður svo hratt þannig að við ætlum að njóta hans aðeins lengur enn flestir OG!!
Enda líka mikið frammundan á næstunni:
skólaverkefna maraþonið byrjar eftir helgi, Grímmuballið 23, únndsja, únndsja kvöld 24, Gauta afmæli, Lindu, Þórstínu, Auðar og Ólivers.

Djö.. líður tíminn hratt lokaskil eftir 5 vikur OMG!!

Ég er nú alveg að prumpa í mig af spenningi yfir þessu grímuballi fólk er að leggja svo mikið í búningana sína og þetta verða einhverjir 50 manns
GVÖÐ! hvað ég hlakka til,
svo eru Tommi , Leó og Fannar að spila daginn eftir á barnum "orðnir famous" hér á kollegie-inu
svo eru það bara heims yfirráð ,
missti af því síðast enn ég tek gubbufötuna með á barinn ef þynnkan eftir grímuballið verður of mikil má ekki missa af þessu aftur

Kveðja Jólabarnið

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Ljósku Tékk

Takk fyrir falleg orð í garð ljóskunnar :) og allar afmæliskveðjurnar Knús

Hversu miklar ljóskur eru þið:

Tommi stendur bak við Lindu en jafnframt stendur
linda á bak við Tomma
Hvernig er Það hægt???

mánudagur, 12. nóvember 2007

Jæja þá er blondie mætt á svæðið!!
Enn það lítur út fyrir að ég þurfi að svíkja hár dílinn sem ég gerði því ég þarf að gera einu sinni enn fyrir 23 vegna þess að ég hef ekki náð almennilega aftan á hárið
Mér bregður í hvert skifti sem ég labba framm hjá spegli
ER ÞETTA EG
Hvað finnst ykkur??

laugardagur, 10. nóvember 2007

STIG 3

Jæja þá er komið að því 3 og síðasta stigið í "Lilja goes blond"
Það er eins gott að hár hafi ekki mannréttindi því þetta er gróf misnotkun sem átt hefur sér stað.
Ég er búin að halda að minn innri maður sé búin að tala svo mikið við mig undanfarið og er búin að undra mig á því, hélt ég væri kannski að verða "kúkkú" eftir andvökunætur undanfarið

Enn NEI Þetta er búið að vera hárið á mér að öskra af sársauka þannig við ræddum þetta í gærkvöldi og gerðum "díl" , Stigin verða bara 3 og svo lofaði ég að hætta.

6 pakkar aflitun á 10 dögum GERI AÐRIR BETUR!!

Er að spá í að búa til heimildarmynd um þetta
Tillögur af titlinum eru:

"How to lose your hair in 10 days"

Hugmyndir af titli eru vel þegnar!!!
Ætla að skella mér í þetta núna mynd verður birt A.S.A.P

fimmtudagur, 8. nóvember 2007

RASSGAT

jæja komin tími til að segja nokkur orð:
Í dag var búninga mátun, hef ekkert prófað búninginn síðan ég fékk "ljósa" hárið
ég er nokkkuð sátt það var bara eitt sem stakk mig í augað
Kjóllinn ef það er hægt að kalla hann það er svo stuttur að þegar ég beygji mig þá sést uppí kok á mér
JÁ ég testaði beygju fyrir framan spegilinn OG!!
ég er ekki alveg í stuði til að vera að flassa rassgati hér 23 nóv fyrir framan vini og vandamenn
Þannig ég þarf eitthvað að finna útúr því .
Einnig finnst mér ég vanta einhvern aukahlut og ætla að hendast í sex shoppið hjá skólanum mínum á morgun og finna eitthvað
Talandi um skólann þá er ég búin að vaka svolítið undanfarna daga vegna verkefnaskila á morgun og þá gerast nú miskemmtilegir hlutir munnlega og verklega á mínu heimili sökum svefnleysis
Það er mér í fersku minni þegar ég týndi öllum kortunum mínum í fyrra 2X á stuttu millibili og gat haldið uppi samræðum um ýmis skrýtin mál
Svefnleysa ruglan byrjaði í morgun þegar ég uppgötvaði að ég hafði gleymt að slökkva á sléttujárninu , Eg var heppinn að húsið hafi ekki brunnið til kaldra.
Þetta er væntanlega bara byrjuninn áður enn árið er á enda á ég örugglega eftir að týna kortum, gleyma húfa einhverstaðar eða eitthvað miklu verra

Ég lýsi hér með yfir engri ábyrgð á því sem ég geri eða segji og hana nú!!!!!!

þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Ég kynni til sögunar kærasta minn hann heitir HÚFI við höfum ekki skilið við hvort annað síðan þessi rannsókn hófst. Hann hlýjar mér og er búin að kúra í mér núna í marga daga, hann er svo yndislegur enn Fallegur er hann ekki svolítið langt því frá enn ég treysti honum 100 % og við vitum öll að fegurðin kemur að innan ekki satt. Það er Það fyrsta sem ég segji við mig á morgnana þessa dagana allavega!!
Stig 3 fer nú að ganga í garð og þá veit ég að HÚFI mun standa með mér
Húfi ég elska þig!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

mánudagur, 5. nóvember 2007

StiG 2
Það læðist að mér sterkur grunur að stigin verði nú fleiri enn 3
Eða hvað haldið þið hehe

laugardagur, 3. nóvember 2007

Join the club


Hér höfum við svo EITRIÐ sem ég nota í rannsókninni ef einhver hefur fundið innblástur af frásögn minni. Eins og pakkningin segir þá er þetta EXTREME blondering og skvísan á myndinni alveg undirstrikar það
HVAÐ ER ÞÁ MÁLIÐ!! afhverju er ég appelsínuhærð
Mynd frá stigi 2 verður sett inn á morgun
Góðar stundir :)

föstudagur, 2. nóvember 2007

fimmtudagur, 1. nóvember 2007

ER HUN EKKI AÐ GR'INAST

Mætti íkt cool á því í skólann í dag, já heads were turning í allar áttir

Mér fannst ég eitthvað kannast við lookin sem ég fékk frá þónokkrum enn fattaði það ekki fyrr enn á leiðinni heim hvaðan ég kannaðist við það

Það var bara orðið svolítið langt síðan ég fékk það síðast

já ég er að tala um það þegar maður er staddur í einhverri gleði með fólki sem maður talar kannski ekkert mikið við enn eru samt alltaf vinir manns allir giftir og eiga þúsund börn. Þeir fara að spyrja um stöðu mína í karla málum. Þið sem þekkið mig vel vitið nú alveg hvernig það hefur verið /og verður síðastliðin/komandi ár sem sagt "einhleyp"

Þá fæ ég "the head tilt" eins og það sé það versta í heiminum að vera á lausu
og ég sver það að stundum fæ ég líka "ÆJI" .
Hvað er málið!!
Enn anyhú þá skaut þessi "head tilt" skratti sér framm í dag á teiknisalnum
Mér var vorkennt!! Ætli þau hafi haldið að mér yrði stungið í steininn af "the fashion police"
Ég segji nú bara ÆJI og hlæjum nú bara að þessu

Enn það er nú kannski eitthvað til í þesssu hjá þeim hvern fjandann var ég að gera úti á meðal almennings í þessu ástandi
Af því tilefni hefur stigi 2 verið flýtt um 2daga nú er engin miskunn eitrinu verður makað í annan daginn í röð .
Ég lýsi hér með yfir stríði á brúnettuna

Takk skólafélagar hvar sem þið eruð nú niðurkomin með kærastu/a og þúsund börn

TADDAAA


Sumir segja að myndir geti sagt meira enn þúsund orð:


WHAT THE F..........!!!


Oh my god !!!!!!!!!!!!!!!

Þetta er hræðilegt ég er eins og páskaungi "in a bad way"

Appelsínugult er liturinn hahaha og ég þarf að mæta svona í skólann eftir smá stund

Fólk á eftir að halda að mér finnist þetta TÖFF

Enn það er sko langt frá því, eg vona að sætu strákarnir séu mjög bissí í dag


hehe nei nei mér er skít sama Þetta er bara fyndið :)

Fæ nr 3 til að taka mynd af þessu fyrirbæri áður enn stig 2 hefst


Sem þýðir að ég ætla ekkert að beila á þessu, gæti samt verið að ég þurfi að komast í samband við aflitunar heildsölu og fá magn afslátt