miðvikudagur, 31. október 2007

BLONDS HAVE MORE FUN!

Eg hef ákveðið að testa þessa kenningu um að ljóskur skemmti sér betur

Ekki það að ég hafi ekki skemmt mér konunglega sem brúnetta, þá finnst mér að maður eigi alltaf að vera opinn fyrir einhverjum nýjum leiðum til að skemmta sér :)

Nr 3 hefur sagt mér að það sé alveg ómögulegt að verða blondie með svona dökkt hár
Við skulum nú sjá hver étur það ofan í sig hehe ;)

Upprunalega tilefnið af þessari hugmynd er nú vegna þess að það verður afmælis/grímuball hér á kollegie-inu 23 nóv og það bara einfaldlega passar mínum búning best að vera ljóska
Þannig aflituninn hefur verið keypt og fyrsta stigið í "lilja goes blond" byrjar í kvöld.

Eftir að þessu 3 stiga undirbúningsferli er lokið ( það er að segja ef þetta tekst) þá byrjar rannsóknin

Rannsóknar niðurstöður verða svo birtar hér.

Ógu sætur


þriðjudagur, 30. október 2007

Iceland stinks!!

Smá pæling!!
Þegar ég var á íslandi í sumar nánar tiltekid a djamminu, þá er eitt atvik sem er mér mjög "ferskt" í minni.

Stadur: Óliver, Dansgólf.
stadurinn var smekkfullur eins og vanalega og ég og nr 2 vorum a dansgolfinu eins og vanalega. Skyndilega þá gýs líka þessi svadalega svita og prumpulykt upp ég er að tala um að þetta er versta samsettning af stinkk sem eg hef a ævi minni fundið. Fólk byrjadi ad ýta og öskra og allir settu stefnuna á einu útgönguleidina, sem var lengst frá dansgólfinu og var meters breid (mínus feiti dyravördurinn).
"út núna strax" var það eina sem ég hugsaði, áður enn ég vissi af þá dró ég djúpt andann, vippaði mínum "þá undir 60 kílóum" uppá borð og gekk þannig út. Já þessi andardráttur sem ég dró þegar út var komið var ég mjög þakklát fyrir. Þetta er ísland eftir reykingarbann!!!!!!
það sem ég ekki skil er að hér i Danmörku er líka nýbúið að setja á fót þetta reykingarbann enn aldrei hef ég fundið þennan hrylling hér.

Prumpa og svitna íslendingar meira enn annað fólk?
Erum við meira ligeglad??
Erum við sóðar og subbur??

Hvað er málið!!!!
Það á að rannsaka svona hluti ekki satt!

Jæja var ekki komin tími til

Jæja eg var ordin leid a tvi ad vera alltaf ad segja "þetta hefdi nu verid frabært ad skrifa a bloggsidu" ja mer fannst timi til komin ad láta verda af þessu og hætta ad hljóma eins og gömul grammafónsplata, símreikningurinn minn vard líka stundum doldid hár af þessum hóp sms-um. Þad er nu svosem engin sérstök ástæda ad dagurinn í dag var valin því eg hef ekkert ad segja PUNKTUR.