miðvikudagur, 29. október 2008

Facebook


Jæja við erum hætt saman. Ég varð að segja honum upp, hann var orðin of needy! Ég mátti aldrei gera neitt með neinum öðrum þá varð hann abbó. Þetta var erfitt break-up enn hér með verður hann bara notaður til minna ýtrustu þarfa , já maður getur sagt svona on/off samband. Bless ástin mín, á eftir að sakna þín
knús og kossar
þín að eilífu -L-

miðvikudagur, 15. október 2008

Fésið

Síðast þegar ég talaði um Facebook hér á blogginu þá var ég með þær yfirlysingar að ég hefði nú bara stofnað þetta útaf hópþrystingi og að ég skildi þetta concept ekki:
Jæja í dag eru sko aðrir tímar í þeim málum. Milli mín og tölvunar er oxin aldeilis feitur naflastrengur sem vonlaust er að klippa sundur og er virkilega að trufla mig í lærdómi. Ég get einfaldlega ekki hætt, er að spila allskyns keppnisleiki við vini og kunningja og þið sem þekkið mig þá hefur keppnisskap sko aldrei vantað, ég vill 1 sæti og hana nú!!
Þannig það eru annsi mörg kvöld og nætur sem hafa farið í þetta.
Ég held ég þurfi að fara leita mér hjálpar, er að reyna að sannfæra sjálfan mig "bara 1klst í viðbót" enn það virkar ekki heldur, veit ekki hvernig þetta endar

Jæja jólin hinum megin við hornið, við erum komin í startholurnar til að fara niðrí kompu og sækja allt jóladraslið. Uppáhaldstími ársins og í ár ætlum við að eyða jólum í DK, það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer. Enn jólaskrautið fer upp 1 nóv get ekki beðið.
Jólaplanið okkar er að höggva okkar eigið jólatré, púsla eitthvað risa púsl, ég að elda jólamat (verð nú með eitthvað backup með það, alltaf hægt að hríngja á pizzu þar sem múslimarnir halda ekki jól), gera brennu og láta jólalögin óma um allt hús.
Ég held þetta geti ekki klikkað.
Gott í bili síjú

fimmtudagur, 9. október 2008

Back from the dead

Heil og sæl
Sökum leti, ritstíflu og facebook hefur ekkert verið sagt hér undanfarna mánuði enn ég ætla nú að ath hvort ég geti ekki bætt úr því.
Enn svona til að taka upp þráðinn aftur þá tók nú þessi hverfissúpa mig heldur betur í rassgatið, svo harkalega að það blæðir enn.
Jájá í staðinn fyrir að taka kíló frá þá bætti kvikindið á mig 5 í viðbót.
Þannig að henni var skolað niður klósettið og hef ég ekki séð hana síðan Guði sé lof

Blondínan hefur silgt sinn sæ og dökkhærður stutthærður rokkari hefur litið dagsins ljós. Sem hefur nú bara vanist ágætlega, galdurinn er bara vax,vax og meira vax og ekkert að greiða mér. Mjög hentugt svona á morgnana þegar maður er að flýta sér.

Nú fer að styttast í hið árlega grímuball skjoldhoj og ég er alveg blanc veit ekkert hvað ég á að vera tillögur eru vel þegnar enn það má ekki kosta mikið.
Var jafnvel að spá hvort maður ætti að hafa þema þetta árið KREPPA kemur fyrst upp í huga minn enn það á eftir að koma í ljós
Læt þetta duga í bili addijós