miðvikudagur, 15. október 2008

Fésið

Síðast þegar ég talaði um Facebook hér á blogginu þá var ég með þær yfirlysingar að ég hefði nú bara stofnað þetta útaf hópþrystingi og að ég skildi þetta concept ekki:
Jæja í dag eru sko aðrir tímar í þeim málum. Milli mín og tölvunar er oxin aldeilis feitur naflastrengur sem vonlaust er að klippa sundur og er virkilega að trufla mig í lærdómi. Ég get einfaldlega ekki hætt, er að spila allskyns keppnisleiki við vini og kunningja og þið sem þekkið mig þá hefur keppnisskap sko aldrei vantað, ég vill 1 sæti og hana nú!!
Þannig það eru annsi mörg kvöld og nætur sem hafa farið í þetta.
Ég held ég þurfi að fara leita mér hjálpar, er að reyna að sannfæra sjálfan mig "bara 1klst í viðbót" enn það virkar ekki heldur, veit ekki hvernig þetta endar

Jæja jólin hinum megin við hornið, við erum komin í startholurnar til að fara niðrí kompu og sækja allt jóladraslið. Uppáhaldstími ársins og í ár ætlum við að eyða jólum í DK, það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer. Enn jólaskrautið fer upp 1 nóv get ekki beðið.
Jólaplanið okkar er að höggva okkar eigið jólatré, púsla eitthvað risa púsl, ég að elda jólamat (verð nú með eitthvað backup með það, alltaf hægt að hríngja á pizzu þar sem múslimarnir halda ekki jól), gera brennu og láta jólalögin óma um allt hús.
Ég held þetta geti ekki klikkað.
Gott í bili síjú

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta verður ekkert smá kósý hjá ykkur:) Ég mun samt sakna þess ekkert smá að hafa ykkur á jólunum:( miss you always

Nafnlaus sagði...

blogg jey, gaman að heira frá þér, facebook verkfæri djöfulsinns.

Jólinn handann við hornið shite that er nú en allveg 2 mánuir vonna ég.
Bið heilsa Gauta kv.Högni