
Þvílíkur dagur!! Án efa fallegasti dagur vetrarins :) Sól enn samt ógu kalt
Byrjaði morguninn á að skafa bílinn gaman,gaman :) átti nú í mesta basli með það vegna svaðalegra harðsperra frá æfingunni í gær
Já stelpan skellti sér á æfingu er að reyna að losna við 1000 kíló fyrir grímuballið hehe
Enn já mætti gallvösk inn í æfingarsalinn vopnuð mp3 og vatnsflösku
byrjaði á upphitun á hjólinu, djöfull eru þessar 20 min lengi að líða hugsa ég:
Þá skyndilega opnast útidyrnar og og inn kemur líka þessi óhuggulega myndarlegi maður ég er að tala um PÚÚHHAA!! HOLDA KÆFT!!
Allar stelpurnar í salnum tóku andköf
Ég var heppinn með mína staðsettningu í salnum því hann þurfti að labba frammhjá mér til að komast inn ,
Ég sver það, þetta gerðist í " slow motion" þegar hann labbaði frammhjá: Ég gat séð hvern einasta vöðva á líkama mannsins, meira að segja í eyrunum.
Það hjálpaði líka að hann var í vel þröngum æfingargalla sem "by the way" mér finnst að eigi að vera skilda fyrir menn í hans kalíber
Anyhú hann er að labba frammhjá mér kósveittri, eldrauðri í framan, appelsínu/ljóshærðri á hjólinu og hvað haldið þið hann heilsar mér HVAÐ!!!
OMG!!! ég missti 2 hjartslög við þetta tilefni og þurfti virkilega að taka mig saman til að ná andanum aftur
Jæja svo er ég búin á hjólinu og fer inní salinn að lyfta og áður enn ég veit af þá stend ég í miðjum salnum og STARI á hann í einhverjum analegum stellingum að hans mati
hin fullkomna pósa að mínu mati
Hann allavega tekur eftir því að ég er að stara, það hefði nú reyndar verið erfitt að missa af því enn mér bregður svo svakalega að vera staðinn að verki að ég sný mér á punktinum í aðra átt aðeins of harkalega og fæ alveg skerandi verk í rifbeinin þannig að ég hnýg niður.
Allt verður í móðu og það næsta sem ég veit er að ég ligg á gólfinu í fanginu á HONUM og hann er að segja eitthvað við mig enn ég heyri ekkert sé bara varir hans hreyfast
BÍB!!!! Klukkan á hjólinu hringir 20 mín eru liðnar
vó þessi upphitunartími hefur aldrei verið svona fljótur að líða, Þetta var allavega skárra enn að stara á vegginn.
Ég stekk af hjólinu inn í salinn og tek alveg svaðalega æfingu þrátt fyrir brákað rifbein eftir hóstakastið fyrir nokkrum dögum síðan
Og já strákurinn var enn í salnum þegar ég fór jújú hann var skítsæmilegur
Lífið er yndislegt :)
8 ummæli:
hahahahaha ég sé þetta í anda þegar þú hnígur niður hehehe þetta kemur bara fyrir þig eskan ;)
Ég misskildi þetta samt eitthvað.....varstu að ýminda þér þetta??? Ertu búin að vera að lesa of mikið af rómantískum ástarsögum??
"It´s all in my head" maður verður að finna uppá einhverju þegar maður er á þessum fjandans upphitunartækjum í staðin fyrir að telja brota brot úr sekúntu.
Hey!! þú ættir að vita að ég hef aldrei LESIÐ rómantískt kjaftæði á ævi minni vov you :)
hahahahha ó my god voðalega er þetta fyndið að þú skulir vera með svona fjörugt ýmindunarafl,ég líka en ég er bara miklu grófari en þú,,hahah ég er að fara í partý aldarinnar á laugardagskvöldið hjá SENU the rich and the famous,,,what to wear og það er þema hvitt,svart og rautt help,rauðhetta inger
HEHE ef ég þekki þig rétt þá átt þú eftir að kaupa nýjan galla fyrir kvöldið þannig ég ætla ekkert að setja mig inní fataskápinn þinn og það á eftir að vera druflað flott hlakka til að sjá gallann og góða skemmtun með elítunni knús og kossar
hehehehehe, var ekkert smá spennt í sögunni..er framhald í næstu upphitun?
sídasta komment var frá mér:) gleymdi bara ad merkja mér thad
Ég ætla hreint að vona það svo ég deyji ekki úr leiðindum :)
Skrifa ummæli