laugardagur, 1. nóvember 2008

tannlækna ferð frá helvíti


Heil og sæl

Var farin að undra mig á því afhverju frammtönnin hans Gauta sem hann braut 3,5 ára ekki væri komin niður og hringdi í tansann hans og fékk tíma og mættum á svæðið í gær morgun

Ef ég hefði vitað hvað væri gangi þá hefði ég nú tekið með mér einhvers konar áfallahjálp!!

Þannig er mál með vexti að Gauti er með svokallaða mjög sjaldgæfa tvíburatönn, sem á víst að vera arfgengt enn ég hef allavegaldrei heyrt um. Þannig að önnur tönnin blokkerar aðaltönnina í að komast framm

Jæja nóg um útskýringu á fyrirbærinu....

Tannsi ætlaði sem sagt að fjarlægja aðra tönnina til að hin kæmist niður

OMG þetta er með þeirri verstu lífsreynslu sem ég hef upplifað: Aðaltólin sem notuð voru við þennan atburð voru HNÍfur og SKÆri!! Ég sver það þetta var eins og að vera í hrylingsmynd.

Ég var náttúrulega alveg ofaní þessu því Gauti grét svo mikið, greyið ég fann svo til með honum og var mjög tætt på að sjálf að fara að skæla. Þegar svo vel er liðið á atburðin fer ég að sjá svart og kaldur sviti sprettur framm, ég rétt næ að koma mér framm fyrir hurðina og hnýg þá í gólfið og ligg svo þar killiflöt.

Þetta var alveg svaðalegt, og Tannsa kelling náði einhverju brota broti af tönninni.

Það verður því spennandi að sjá þetta tvíburatanna fyrirbæri þegar það kemur niður GATIÐ sem er uppí barninu mínu þessa stundina. Enn Gauti er bara mjög ferskur núna og ég er búin að lofa að það verði ekkert gert meira í þessum málum í bili. Verður svo endurskoðað eftir að hann verður 10 ára. Takk fyrir og hana nú!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já amma var að segja mér frá þessu alveg hrikalegt fyrir greyið gauta sinn:( knúsaðu hann frá okkur....fór svo að spá í því af hverju framtönnin hans Daða er ekki ennþá dottin, ætla að fara að láta kíkja á hann...vona samt að það sé ekkert svona í gangi hjá honum líka. knús og kelerí frá Tönju og Daða

Nafnlaus sagði...

úff ekki gaman að elsa þetta, en vonna að gauti kallinn hafi það gott.

Bestu kveðjur Högni

LILJA: sagði...

Takk fyrir það, hann varð svo veikur eftir þessa lífsreynslu enn er að skríða saman í dag :) Tanja mín þetta er arfgengt þannig ég mundi fara að láta líta á þetta allavega hjá Daða!! knús og kossar

Frú Sigurbjörg sagði...

Nógu er nú erfitt samt að fara til tannlæknis - allamalla!