laugardagur, 8. mars 2008

Aumingjaskapur.is

Usb skrefateljara armband

Hvað er að koma yfir mig hef ekki bloggað í háa herrans tíð það mætti halda að ég gerði ekkert skemmtilegt þessa dagana ENN nei það er langt frá því að vera satt


Skólinn er bara gjörsamlega að myrða mig, er að læra á nýtt tölvuprógram sem stríðir mér svo mikið að ég er að missa vitið

Það er gott að ég á svakalega kláran tölvunörd fyrir mág TAKK Tommi!! myndin hér að ofan er viðreksturinn af verkefninu með hjálp frá Tomma


Við héldum hér um daginn þorrablót skjolhøjunga, út að borða og svo kareoke svaka stuð flestir fóru upp að syngja enn sem betur fer voru flestir farnir þegar ég og Gunni tróðum upp því við vorum PÚUÐ niður af sviðinu

Það var skemmtilegt :)

Ég vill hér með tilkynna ykkur heimabúandi íslendingum það að ég loksins fatta næturvaktina, fannst þetta bölvað kjaftæði þetta litla sem ég hafði séð á you tupe enn góð vinkona gaf mér svo alla seríuna áður enn ég fór af klakanum og nú ligg ég í kasti

Eigum við að ræða það eitthvað!! Takk Inger


Svo hef ég unnið hörðum höndum að nýrri orðabók sem mun líta dagsins ljós hér á blogginu innan skamms, ég er enn í undirbúnings og rannsóknarvinnu í þeim málum

Enn hún mun bera nafnið Íslensk-úndsjönsk orðabók

Rannsóknarvinnunni ætti að ljúka eitthvað eftir 15 mars þegar hið alræmda úndsja úndsja kvöld er yfirstaðið á lokal barnum. Vonast til að strákarnir gefi mér einhverja nýja frasa sem ég get svo notað í bókina mína

Þangað til næst síjú

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bleeessuð skvís;) ég er ekkert smá ánægð með að þú skulir loksins vera búin að leggjast yfir Næturvaktina, þetta eru drullufyndir þættir hehehe ertu búin að sjá þegar tæjan kemur á bensínstöðina og er að henda rusli hehehehe ég get dáið úr hlátri yfir því, hann er líka bara svo fyndinn hann Jón Gnarr sama hvað hann gerir. Ég hlakka til að sjá þessa orðabók, þú verður að vera duglegri að skrifa hérna svo maður nenni að kíkja annað slagið á síðuna þína;) heyri í þér eskan! vov you! kv. Tanja

inger kidman sagði...

hi babe vá hvað þetta er flott mynd,,gaman að næturvaktinni,,hhahahah erum búinn að bóka honeymoon,til rhodos á grikklandi,svo það er enginn séns að ég haldi framhjá þar,gæti verið bróðir minn eða faðir,,hhaha veistu ca hvenær þú kemur heim,,lov you inger

LILJA: sagði...

hæ skvísur já það er sko alveg hægt að míga í sig af hlátri yfir þessu rugli mér finnst fyndnast þegar Georg kennir þeim að bregðast við innbrotsþjófi á englaryki heheh eg er ekki buin að kaupa miða enn enn það verður ca 12juni hlakka til :)