Jæja nýtt met í skólaviðveru var sett í dag, já kæru vinir ég gerði mér lítið fyrir og sló 1 árs gamalt met sem hljóðaði uppá 16 tíma og bætti það um 3 tíma
já þetta er skemmtilegt eða þannig, sat uppá teiknisal frá 8.30 um morguninn til hálf fjögur í nótt var svo komin aftur uppí skóla 9 í morgunn þetta er ljúfa líf þessa dagana híhí
Enn ég fékk reyndar bestu krítík hingað til líka, þannig alveg þess virði :) Þeir sögðu að þeir hefðu ekkert útá það að setja og það væri vel gert
öööö ég vissi ekki hvort eg ætti að hlæja,gráta,garga eða prumpa , þessi tilfinning er örugglega svipuð því að vinna óskarinn hehe
Enn í frammhaldi af þessu þá er ég nú ekki þekkt fyrir að hlaupa frá góðum mat og hvað þá makka D enn það gerðist í gærkvöldi í matarhléinu mínu. Var ein að troða í mig þegar ég tek smá pásu til að draga andann á milli bita og er litið í kringum mig.
Þá situr kona ekki svo langt frá mér og greinilega þokkalega biluð á geði og starir á mig eins og það sé enginn morgundagur , ég sneri mér í aðra átt og þá situr indverji einn á næsta borði og er með einhverja kippi og er að leika sér að því að láta stólinn vera að fara að detta á gólfið og grípa hann svo á seinustu stundu.
Þegar ég var svo hálfnuð með kræsingarnar byrjaði hann að kalla að fólki sem var í salnum eitthvað sem hvorki ég né restin af fólkinu skildi
Mér leist ekkert á blikuna og dreif mig út og skildi hálfan stóra Makk eftir
Næst verð ég sparsöm eins og Danirnir og tek með mér nesti

Góða helgi hvar sem þið eruð niðurkomin ég er farin að crash-a á sófanum