
Jæja loksins er komið páskafrí þurfti virkilega á því að halda enn það verður nú ekki eins mikil leti og ég vildi því ég er enn að basla við þetta hundleiðinlega tölvuprógram og ætla að vera mellufær á það eftir páskafríið KROSSA FINGUR!!
Svo fyrir þá sem ekki vita þá er ég að fara í 9 daga skólaferð til London vei vei það verður svaka stuð Arkitektúr, bjór, hönnun, bjór, söfn, bjór eða eitthvað í þá áttina milli þess sem við Hannes kelum hehe. Ég er alveg að prumpa í mig úr spenningi yfir þessu enn brottför er 21 mars.
Maður fer nú heldur ekki til london án þess að versla enn markmiðið er að finna kjól fyrir brúðkaupið hjá Inger og kalli það verður væntanlega einhver hausverkur því "að versla" genið hef ég ekki í mér það hafa einhverjir aðrir fengið minn skammt afþví án þess að nefna nein nöfn Inger mín :)
Fyrir ykkur sem hafið ekki séð mig lengi þá er ég enn ljóshærð enn er að vinna að því að gera þetta aðeins náttúrulegra þannig að ég er núna með dekkri rót hversu lengi ég mun vera veit ég ekki hef ákveðið að taka AA tæknina á þetta og Taka bara einn dag í einu
Eins og um daginn þá var ég inná baði að bursta tennur og fékk þá þessa líka svaðalegu hugmynd og áður enn ég vissi af þá var ég búin að klippa það mesta af brunna hárinu þannig að núna er ég með stuttan topp og mjög svo abstrakt styttur hér og þar
Skólafélögum mínum finnst ég svolítið klikkuð enn þetta er nú bara hár, það mætti halda að ég væri að aflima mig af sumum svipum sem ég hef fengið, klikkað lið í þessum skóla
Anyhú þá ætla ég að fara að hafa mig til fyrir úndsja úndsja kvöldið, Ég heyri í strákunum allaleið hingað frá barnum. Þeir eru greinilega að skemmta sér konunglega við að hita upp staðinn fyrir kvöldið . I´m off síja